Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Sakar forvera sinn um brot á leikreglum lýðræðisins

epa10091138 Australian Prime Minister Anthony Albanese delivers an address during the Last Post Ceremony at the Australian War Memorial in Canberra, Australian Capital Territory, Australia, 25 July 2022.  EPA-EFE/MICK TSIKAS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir Scott Morrison forvera sinn hafa brotið leikreglur lýðræðisins með því að færa verkefni fjölda ráðuneyta til sín. Morrison segir það hafa verið nauðsyn vegna heimsfaraldursins.

Morrison laut í lægra haldi fyrir Albanese þegar kosið var til þings í maí. Nýi forsætisráðherrann heitir frekari rannsókn á þeirri ákvörðun fyrirrennarans að taka að sér, frá í mars 2020 heilbrigðismál, lána- og húsnæðismál, fjármál ríkisins og auðlindamál.

Í krafti þess stöðvaði Morrison meðal annars afar umdeilda jarðgasvinnslu undan ströndum Ástralíu. 

epa08308341 Australian Prime Minister Scott Morrison speaks to the media during a press conference regarding coronavirus and COVID-19 at Parliament House in Canberra, Australia, 20 March 2020. Australia has recorded at least seven coronavirus and COVID-19 related deaths.  EPA-EFE/LUKAS COCH  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. Mynd: EPA-EFE - AAP
Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu

Albanese hefur beðið ríkissaksóknara um ráð varðandi lögmæti athafna Morrisons, og segir hreint ótrúlegt að ríkisstjórnin hafi haldið þeim leyndum fyrir þjóðinni.

Morrison sagði í morgun að ákvörðunin hefði verið tekin á fordæmalausum tímum meðan kórónuveirufaraldurinn geisaði, nauðsyn hefði því brotið lög.

Nokkrir ráðherrar úr ráðuneyti Morrisons segjast ekki hafa haft hugmynd um að verkefni þeirra væru jafnframt á borði forsætisráðherrans. Þeirra á meðal er þáverandi fjármálaráðherra Mathias Cormann sem nú er aðalritari OECD.

epa10026725 The Secretary General of the Organization for Economic Cooperation and Development (OECD), Mathias Cormann, arrives to the opening of the Forum Brazil-OECD, at the Itamaraty Palace in Brasilia, Brazil, 21 June 2022. Cormann, opened the seminar, and spoke about the process of Brazil's accession to that organization and stated that both this country and the world need more effective environmental policies.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA
Mathias Cormann, fyrrverandi fjármálaráðherra Ástralíu

Karen Andrews, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, hefur krafist afsagnar Morrisons af þinginu.

epa09775697 Australian Minister for Home Affairs Karen Andrews attendsa press conference after the Operation Jardena Taskforce team conducted a demonstration at the Brisbane Container Examination Facility in Brisbane, Queensland, Australia, 21 February 2022. Operation Jardena strike teams across Australia at international airports and seaports are cracking down on international and organised crime groups targeting Australia's supply chains.  EPA-EFE/DARREN ENGLAND AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Karen Andrews, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Ástralíu

Stjórnsýslufræðingurinn Anne Twomey segir málið allt hið undarlegasta og geti orðið til þess að lagalegri rýrð verði kastað á ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar.

Hún spyr hvað ami að þeim stjórnmálamönnum sem allt þurfi að gera í leyni, þeir verði að átta sig á að í lýðræðisríkjum sé gægnsæi lykilatriði.