Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jill Biden með Covid

16.08.2022 - 16:37
epa08797583 Democratic Candidate and former Vice President Joe Biden speaks as he stands with Dr. Jill Biden at his Election Night event at the Chase Center in Wilmington, Delaware, USA, 03 November 2020. Americans vote on Election Day to choose the next President of the United States to serve from 2021 through 2024.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst með COVID-19. Fyrr í mánuðinum smitaðist Joe Biden Bandaríkjaforseti í annað sinn.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, sé bólusett og hafi einungis sýnt væg einkenni. Hún er 71 árs gömul en Joe Biden 79 ára gamall. Hann greindist sjálfur með covid í annað sinn þann 7. ágúst, þegar hann var nýbúinn að ná sér eftir fyrsta smit.

Forsetahjónin hafa verið í fríi í Suður-Karólínu og byrjaði forsetafrúin að sýna einkenni í gær. Hún hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi á mánudag en fékk síðan jákvæða úr PCR-prófi í dag.

Samkvæmt upplýsingafulltrúa Hvíta hússins er hún tvíbólusett og hefur fengið tvo örvunarskammta. Þá notar forsetafrúin einnig lyfið paxolivd, sem framleitt er af Pfizer, og verður í einangrun í sumarhúsi hjónanna í minnst fimm daga.

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV