Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Einmanna ský yfir Meradölum

Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm - RÚV
Stakt og næstum einmanalegt ský á annars heiðum himni blasir við íbúum höfuðborgarsvæðisins horfi þeir til suðurs.

Skýið er beint upp af gosstöðvunum í Meradölum og má sjá rákina upp frá þeim sem síðan safnast í skýjabólstur. Þegar rýnt er í skýið má sjá litabrigði í því, það er dekkra að neðan en ofan við nánast þráðbeina línu er það hvítara. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er skýringin sú að gas og gosefni eru í neðri  hlutanum og leggur gosefni í þunnri slæðu í austurátt. Veðurspáin gerði ráð fyrir að einhverja gasmengun myndi leggja að höfuðborgarsvæðinu fyrir hádegi, en ekki er lengur útlit fyrir það samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.
 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV