Afganistan ári eftir valdatöku Talibana

epa10114858 Afghan money exchange companies members burn a US flag during a protest against the US in Kabul, Afghanistan, 10 August 2022. US President Joe Biden announced on 01 August that the United States killed al-Qaeda leader Ayman al-Zawahiri in a drone strike in Afghanistan on 31 July in a counter-terrorism operation carried out by the CIA. Al-Zawahiri succeeded Osama bin Laden as the leader of al-Qaeda after the latter was killed in Pakistan by US special forces under Obama's administration in 2011. EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ár er liðið frá því uppreisnarmenn Talibana umkringdu Kabúl höfuðborg Afganistan eftir að hafa náð hverri héraðshöfuðborginni á fætur annarri á sitt vald. Þann 15 ágúst 2021 flúði forsetinn Ashraf Ghani land og Talibanar náðu völdum að nýju eftir 20 ára hlé.

Leiðtogarnir fagna deginum sem þjóðhátíð en ekki hefur verið boðað til sérstakra hátíðahalda. Þó verður boðið upp á sérstaka dagskrá í sjónvarpi.

Talibanar eru súnní múslímar og réðu ríkjum í Afganistan frá 1996 þar til þeir lutu í lægra haldi fyrir innrásarher vesturveldanna í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum árið 2001.

Upphaf hreyfingar þeirra má rekja aftur til tíma innrásar Sovétríkjanna í landið 1979 til 1989. Þeir létu þó lítt til sín taka fyrr en í upphafi tíunda áratugarins eftir að borgarastyrjöld braust út í landinu.

Þótt vígamenn og leiðtogar Talibana fagni deginum og segi brotthvarf vestræns herliðs marka nýtt upphaf hefur síðastliðið ár táknað aukið harðræði fyrir almenna borgara. 

Taliban fighters take control of Afghan presidential palace after the Afghan President Ashraf Ghani fled the country, in Kabul, Afghanistan, Sunday, Aug. 15, 2021. (AP Photo/Zabi Karimi)
 Mynd: AP

Atlantshafsbandalagið, með Bandaríkin í broddi fylkingar, hafði á miklu herliði að skipa í Afganistan í tæp tuttugu ár. Í febrúar 2020 undirrituðu Bandaríkin og Talibanar friðarsamkomulag sem átti að binda enda á lengsta stríð sem Bandaríkin hafa háð.

Bandaríkin og önnur ríki hafa legið undir þungu ámæli vegna þess hve hratt brotthvarf þeirra frá Afganistan bar að. Í skýrslu utanríkismálanefndar breska þingsins segir að það hafi einkennst af skipulagsmistökum, lélegum undirbúningi og miklu stjórnleysi.

epa08661730 A handout photo made available by Afghanistan State Ministry for Peace shows Afghanistan's Peace Negotiation team pray as they leaves Kabul for the opening ceremony of Intra-Afghan Peace Negotiations that are to be held in Doha, Qatar, at Kabul airport, Afghanistan, 11 September 2020. The United States, Taliban and Afghanistan government delegations officially will start the intra-Afghan negotiations on 12 September 2020. EPA-EFE/AFGHANISTAN STATE MINISTRY FOR PEACE HANDOUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Friðarnefnd afgönsku stjórnar

Samkvæmt samkomulaginu áttu Bandaríkin og NATÓ að draga herlið sitt úr landinu innan fjórtán mánaða héldu Talibanar samkomulagið. Þeir áttu að verja landið gegn ágangi hryðjuverkasamtakanna al-Kaída og koma á friði við þáverandi ríkisstjórn í Kabúl.

Blekið var varla orðið þurrt þegar Talibanar tóku að herja á landsvæði og lykilborgir í landinu. Þeir sölsuðu undir sig mikilvægustu borgir Afganistan á ótrúlega skömmum tíma enda var mótstaða stjórnarhersins lítil. Aðeins rúmur mánuður leið frá því brottflutningur alþjóðaherliðsins hófst þar til landið allt var á valdi Talibana.

Afghan security personnel patrol after they took back control of parts of the city of Herat following fighting between Taliban and Afghan security forces, on the outskirts of Herat, 640 kilometers (397 miles) west of Kabul, Afghanistan, Sunday, Aug. 8, 2021. (AP Photo/Hamed Sarfarazi)
 Mynd: AP

Fréttir bárust af falli borga hverri á fætur annarri, framandi borgarheiti urðu tungunni töm meðan vígasveitir Talibana fóru yfir sem eldur í sinu; Zaranj, Sheberghan, Kunduz, Sar-e-Pul, Taloqan og Aibak, Kandahar, Laskhar Gah, Pul-e-Khumri og Mazar-e-Sharif. Fjöldi óbreyttra borgara féll og þúsundir neyddust til að yfirgefa heimili sín. 

epaselect epa07875624 Afghanistan president Ashraf Ghani (C) poses for a photograph at a polling station during the presidential elections, in Kabul, Afghanistan, 28 September 2019. The Afghan presidential elections will take place nationwide on 28 September amidst a maximum security alert over the looming threat of violence by Taliban insurgency. A national peace and a stronger economy are Afghan voters' main concerns as the country heads to the polls for its fourth presidential election since the fall of the Taliban regime in 2001. EPA-EFE/JAWAD JALALI
Ashraf Ghani, forseti Afganistans. Mynd: EPA-EFE - EPA

Ríkisstjórnin og forsetinn flúðu, það gerðu einnig aðrir embættismenn sem möguleika höfðu á. Forsetinn kveðst ekki hafa átt annarra kosta völ, enda orðinn valdalaus og einangraður. Hann kennir Bandaríkjamönnum um hvernig fór. 

epa09430533 A military aircraft takes off at the Hamid Karzai International Airport, in Kabul, Afghanistan, 26 August 2021. At least 13 people including children were killed in a blast outside the airport on 26 August. The blast occurred outside the Abbey Gate and follows recent security warnings of attacks ahead of the 31 August deadline for US troops withdrawal. EPA-EFE/AKHTER GULFAM
 Mynd: EPA

Erlend ríki tóku að kalla starfsfólk sendiráða sinna heim frá Afganistan en ótti landsmanna við að Talibanar næðu völdum jókst dag frá degi.

Þegar þeir náðu höfuðborginni Kabúl myndaðist gríðarlegt öngþveiti á alþjóðaflugvellinum þegar skelfingu lostnir Afganir gerðu hvað þeir gátu að komast á brott. 

Allt er nú hreint og snyrtilegt í flugstöðinni, hvítir fánar Talibanastjórnarinnar blakta við hún og konur íklæddar svörtum einkennisbúningi með brúna höfuðslæðu taka á móti farþegum. Málað hefur verið yfir öll auglýsingaskilti á veggjum stöðvarinnar.

epa10114855 Afghan money exchange companies members hold pictures of Taliban supreme leader Mullah Haibatullah and placards during a protest against the US in Kabul, Afghanistan, 10 August 2022. US President Joe Biden announced on 01 August that the United States killed al-Qaeda leader Ayman al-Zawahiri in a drone strike in Afghanistan on 31 July in a counter-terrorism operation carried out by the CIA. Al-Zawahiri succeeded Osama bin Laden as the leader of al-Qaeda after the latter was killed in Pakistan by US special forces under Obama's administration in 2011. EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ríkisstjórnin var flúin, alþjóðaherinn farinn og Talibanar sestir að völdum að nýju. Þeir hófu þegar undirbúning að nýrri ríkisstjórn sem þeir hétu að skyldi endurspegli fjölbreytileika afgansks samfélags.

Svo fór þó ekki, heldur sitja þar Talibanar einir og nánir samstarfsmenn þeirra. Konum var haldið fjarri. Ný ríkisstjórn var kynnt í september í fyrra. Talibanar hétu því að hafa kvenréttindi í hávegum en á fyrri valdatíð þeirra voru þau í raun fótum troðin.

epa10115493 Taliban security stand guard in Kabul, Afghanistan, 11 August 2022. The Taliban's ascent to power on 15 August 2021 has led to Afghanistan being subjected to the strictest interpretation of Shariah or Islamic law, which has resulted in a complete reversal of the women's rights ensured in recent years. Meanwhile, the takeover has led to the country being isolated internationally, with the international community turning its back on the new Taliban government and imposing sanctions whose brunt is being borne by common Afghans. This has resulted in a severe humanitarian and economic crisis in Afghanistan, with just three percent of the population asserting that they had money to cover their basic needs, according to the report on the state of Afghan children by Inger Ashing, the CEO of nonprofit Save the Children. EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ekki leið þó á löngu uns stúlkum og konum var bannað að sækja skóla og ferðast án þess að karlkyns skyldmenni væri með í för.

Konum er bannað að ferðast einar með flugvélum og sömuleiðis skyldu konur hylja líkama sinn og andlit á almannafæri. Og í sjónvarpi.

Konur í Afganistan, einhverjir karlar og alþjóðasamfélagið hafa mótmælt þeim ráðstöfunum harkalega en allt kemur fyrir ekki. Þær konur sem hafa atvinnu greina frá því að stjórnvöld ætlist til að þær afsali sér henni til karlkyns ættingja.

epaselect epa09937867 Afghan women hold a placard reading in Dari 'Dont take women hostage' during a protest against Taliban's order for Afghan women to wear all-covering burqa while in public in Kabul, Afghanistan, 10 May 2022. As per a decree issued by the Taliban's Supreme Commander Haibatullah Akhunzada on 07 May, Afghan women must wear an all-covering burqa while in public, warning the male guardians of the women that they will be held accounta?ble by law if women do not follow the new restrictions. EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA

Talibanar bregðast hart við öllu andófi gegn hörðu regluverki þeirra sem byggir á þröngri skilgreiningu þeirra á sjaría lögum.

Vopnaðar öryggissveitir hafa brotið aftur öll mótmæli kvenna á götum úti og í síðustu viku voru nokkrir blaðamenn sem fylgdust með handteknir, ljósmyndum þeirra eytt og þeim bannað að fjalla um þvílíkt athæfi enda skaðaði það ímynd landsins.

Sameinuðu þjóðirnar settu nú í júní tvo háttsetta embættismenn Talíbanastjórnarinnar í Afganistan í ferðabann vegna framferðis hennar við konur.

epa10114851 Afghan money exchange companies members hold pictures of Taliban supreme leader Mullah Haibatullah and placards during a protest against the US in Kabul, Afghanistan, 10 August 2022. US President Joe Biden announced on 01 August that the United States killed al-Qaeda leader Ayman al-Zawahiri in a drone strike in Afghanistan on 31 July in a counter-terrorism operation carried out by the CIA. Al-Zawahiri succeeded Osama bin Laden as the leader of al-Qaeda after the latter was killed in Pakistan by US special forces under Obama's administration in 2011. EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Talibanar hafa einnig verið sakaðir um að myrða fólk án dóms og laga sem starfaði fyrir erlend ríki og fyrri ríkisstjórn. Það gerðist þrátt fyrir loforð þeirra um grið og sakaruppgjöf.

Fréttir bárut sömuleiðis af því að nýju valdhafarnir kæmu líkum sakamanna fyrir á opinberum stöðum líkt og tíðkaðist á fyrri valdatíð Talibana.

Leiðtogar stjórnarinnar báru fyrir sig að einhverjir liðsmenn vígasveita færu ekki að reglum og fremdu voðaverk í trássi við þær. 

epa03003064 (FILE) A file picture dated 07 October 2008 shows Taliban spokesman Zabiullah Mujahid talking with a journalist in the mountains of Afghanistan volatile Helmand province, a hotbed of Taliban militants. Reports state on 14 November 2011 that
Zabiullah Mujahid, talsmaður Talibana, í viðtali í október 2008. Mynd: EPA - EPA FILE

Sömuleiðis hétu Talibanar því að Afganistan yrði ekki griðastaður hryðjuverkasamtaka á borð við Al-Kaída en fyrir skömmu felldu Bandaríkjamenn Ayman al-Zawahiri, leiðtoga samtakanna á heimili hans í Kabúl.

Talibanar brugðust hart við og sökuðu Bandaríkjamenn um að brjóta gegn samkomulaginu um brotthvarf bandaríska hersins.

epaselect epa09332094 People who were displaced from restive Ghor district, wait for government assistance at a temporary shelter in neighboring Herat province in Qaderabad village, Herat, Afghanistan, 08 July 2021. The Afghan government on 08 July urged the international community to respond to the needs of five million people internally displaced by war and drought in the last two years amid a worsening situation due to a spike in violence. The displacement has intensified after the Taliban launched a major offensive coinciding with the withdrawal of United States and NATO began on 01 May. EPA-EFE/JALIL REZAYEE
 Mynd: EPA-EFE

Efnahagsástand Afganistan hefur löngum verið bágborið og hjálparstofnanir vöruðu við að eftir valdatöku Talibana blasti hungur og örbyrgð við stórum hluta þjóðarinnar.

Allri fjárhagsaðstoð linnti strax við valdatöku Talibana en vestræn ríki og hjálparstofnanir hafa reynt að finna leiðir til að tryggja neyðaraðstoð. Stjórnin hefur lagt niður nokkrar stofnanir, til að mynda mannréttindaskrifstofu, að sögn vegna fjárhagsvanda ríkissjóðs.

Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir til að berja í brestina blasir mannúðarkrísa við afgönsku þjóðinni. Miklir þurrkar bæta ekki úr skák óg því er hveitiuppskera rýr í ár.

epa10115492 Taliban patrol in Kabul, Afghanistan, 11 August 2022. The Taliban's ascent to power on 15 August 2021 has led to Afghanistan being subjected to the strictest interpretation of Shariah or Islamic law, which has resulted in a complete reversal of the women's rights ensured in recent years. Meanwhile, the takeover has led to the country being isolated internationally, with the international community turning its back on the new Taliban government and imposing sanctions whose brunt is being borne by common Afghans. This has resulted in a severe humanitarian and economic crisis in Afghanistan, with just three percent of the population asserting that they had money to cover their basic needs, according to the report on the state of Afghan children by Inger Ashing, the CEO of nonprofit Save the Children. EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Milljarðir bandaríkjadala sem fráfarandi stjórn kom fyrir á reikningum erlendis voru frystir og eru óaðgengilegir Talibanastjórninni.

Nýverið fór alþjóðlegur hópur hagfræðinga og framáfólks víða að úr heiminum, fram á að frystingunni yrði aflétt til að koma í veg fyrir enn frekari hörmungar í landinu.

Mynd með færslu
 Mynd: Utanríkisráðuneyti Afganistan

Snemma á þessu ári var fulltrúum Talibanastjórnarinnar boðið til Noregs með Amir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra Talíbanastjórnarinnar í broddi fylkingar.

Talibönum er mjög í mun að hljóta viðurkenningu alþjóðasamfélagsins en sendinefndinni var gert ljóst að af því yrði alls ekki. Fulltrúar Bandaríkjanna og Evrópu lögðu hart að nefndinni að tryggja mannréttindi í landinu. 

epa09850923 Fawzia Koofi, Former Chairperson of Women, Civil Society and Human Rights Commission in Afghan Parliament and Former member of Afghan Peace Negotiation in Doha, speaks during the plenary session of opening day of the Doha Forum at Sheraton Grand Doha Resort & Convention Hotel in Doha, Qatar, 26 March 2022. EPA-EFE/NOUSHAD THEKKAYIL
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Muttaqi utanríkisráðherra leit svo á að með fundinum í Noregi hefðu verið stigin skref í átt að alþjóðlegri viðurkenningu en slíkt er hvergi í sjónmáli enda hefur ekkert það gerst sem sannar að mannréttindi séu tryggð nú ári eftir valdatöku Talibana í hinu stríðshrjáða Afganistan

epa10115494 A burqa clad Afghan woman buys household items at a roadside shop in Kabul, Afghanistan, 11 August 2022. The Taliban's ascent to power on 15 August 2021 has led to Afghanistan being subjected to the strictest interpretation of Shariah or Islamic law, which has resulted in a complete reversal of the women's rights ensured in recent years. Meanwhile, the takeover has led to the country being isolated internationally, with the international community turning its back on the new Taliban government and imposing sanctions whose brunt is being borne by common Afghans. This has resulted in a severe humanitarian and economic crisis in Afghanistan, with just three percent of the population asserting that they had money to cover their basic needs, according to the report on the state of Afghan children by Inger Ashing, the CEO of nonprofit Save the Children. EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
15.08.2022 - 07:00