Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

„Þurfti að gera allt í mínu valdi“

Mynd: HRÍ / HRÍ

„Þurfti að gera allt í mínu valdi“

14.08.2022 - 19:42
Ingvar Ómarsson var að vonum ánægður eftir að hafa náð að klára keppni á EM í hjólreiðum í dag. Það er meira en að segja það að ná að klára en þeir sem falla of mikið aftur úr er gert að hætta keppni. „Við fengum þetta þriggja mínútna „megaklifur“. Svo missti ég af hópnum tveimur, þremur mínútum síðar. Ég þurfti að gera allt sem í mínu valdi til að ná þeim aftur. Ég er ótrúlega ánægður með að hafa náð því,“ segir Ingvar meðal annars í viðtali sem sjá má hér að ofan.