Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Lögregla í Ísrael hafði hendur í hári skotmanns

14.08.2022 - 07:56
epa10120094 Israeli border police gather near the scene where a shooting took place overnight near the Western Wall, outside the Old City of Jerusalem, Israel, 14 August 2022. A gunman opened fire at a bus near the Old City in the early hours of 14 August, injuring at least eight people. Police released a statement saying the suspected attacker turned himself in after an hours-long manhunt.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla í Ísrael greindi frá því í morgun að tekist hefði að hafa hendur í hári manns sem grunaður er um að hafa skotið og sært átta manns skömmu fyrir dögun í Jerúsalem. Tveir eru alvarlega særðir og meðal fórnarlambanna er þunguð kona.

Tveir eru alvarlega særðir og meðal fórnarlambanna er þunguð kona. Hún fæddi barn sitt eftir árásina og er ástand beggja sagt stöðugt. Talsmaður lögreglunnar Kan Eli Levy greindi frá þessu en árásin var gerð á biðstöð strætisvagna ekki langt frá Grátmúrnum og grafhýsi Davíðs konungs. 

Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, sagði hverja þá sem réðust að Ísraelsmönnum þurfa að gjalda það dýru verði. Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gaza-svæðinu, fögnuðu atlögunni sem hetjudáð en lýstu ekki ábyrgð á verknaðinum. 

Átök blossuðu upp í síðustu viku, sem kostuðu fjölda mannslífa á Gaza-svæðinu en síðasta sunnudag var komið á vopnahléi með milligöngu Egypta. Frá því í mars hafa 19 Ísraelar farist í árásum og átökum og yfir 50 Palestínumenn.