Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Blaðamenn boðaðir aftur í skýrslutöku

11.08.2022 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem hafa réttarstöðu sakbornings vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs, til skýrslutöku að nýju. Þegar er búið að taka skýrslu af tveimur þeirra.

Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir á RÚV og Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum eru með réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja, en í fyrravor voru birtar fréttir um samskipti fólks sem tengdist Samherja með einhverjum hætti og tilraunir þess til að hafa áhrif á umræðu um fyrirtækið í fjölmiðlum. Hópurinn kallaði sig „skæruliðadeildina“. Einn þeirra er Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja og er málið er byggt á kæru Páls til lögreglu um að síma hans hafi verið stolið og gögn úr honum notuð.

Þórður Snær staðfesti í samtali við fréttastofu að hann og Arnar Þór hefðu mætt í skýrslutöku í dag. Ekki er búið að taka skýrslu af Þóru eða Aðalsteini. 
 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV