Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Umfangsmikil leit að sjósundsmanni við Akranes

09.08.2022 - 22:22
Mynd: .. / ..
Björgunarsveitir og þyrla landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út til að leita að sjósundsmanni í sjónum úti fyrir Langasandi við Akranes. Útkallið kom um tuttugu mínútur fyrir níu í kvöld.

Lögreglan á Vestulandi staðfestir að leit standi yfir, þyrla landhelgisgæslunar tók þátt í leitinni fyrst um sinn en hefur snúið aftur frá leitarsvæðinu. 

Fréttin var uppfærð 23:25.

astahm's picture
Ásta Hlín Magnúsdóttir