Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Alríkislögreglan leitar á heimili Trumps í Flórída

epa10108204 Former US President Donald J. Trump speaks at a Save America Rally in Waukesha, Wisconsin, USA, 05 August 2022. Trump was campaigning for Wisconsin Republican gubernatorial Tim Michaels, US Senator Ron Johnson and US House candidate Derrick Van Orden. Voters go the polls to vote in the primary election on 09 August.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt frá því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að bandaríska alríkislögreglan hafi gert húsleit á heimili hans í Mar-A-Lago í Flórída.

Segir vinstrisinnaða Demókrata að baki húsleitinni

Húsleitina kallar hann misferli í saksókn og sakar yfirvöld um að nota réttarkerfið gegn sér. Hann segir að baki séu rótækir vinstrisinnaðir Demókratar sem vilji koma í veg fyrir framboð hans til forseta árið 2024.

Frá þessu greinir fréttaveita AFP. Fram kemur að lagt hafi verið hald á gögn úr læstum peningaskápi Trumps. Hann fullyrðir að leitin standi enn yfir og að alríkislögreglan hafi heimili hans í herkví.

Ekki fengist staðfest af yfirvöldum

Alríkislögreglan hefur ekki staðfest við fjölmiðla hvort leitin hafi átt sér stað eða hvaða rannsókn hún tengist. Fjöldi mála gegn Trump eru á borði bandarískra yfirvalda. Þar á meðal er rannsókn á ábyrgð fyrrverandi forsetans á árásinni á þinghúsið í Washington 6. janúar í fyrra.