Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Það eru eldgos á fleiri stöðum í heiminum en Íslandi

08.08.2022 - 13:52
eldfjöll · eldgos · Erlent · Hlaðvarp · Hollywood · Innlent · Náttúra · Rás 1 · Þetta helst
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia
Þó að við Íslendingar skilgreinum okkur eðlilega sem eldfjallaþjóð, búandi á þessu landi íss og elda, erum við svo sannarlega ekki eina landið í heiminum sem býr yfir þessum mikla og óútreiknanlega náttúrukrafti undir yfirborðinu. Akkúrat núna eru um það bil 25 gjósandi eldfjöll í heiminum, þar af eru sex bara í Indónesíu. Þetta helst skoðar í dag gjósandi heimskortið, lítur aðeins aftur til hryllingsins í Bandaríkjunum 1980 sem varð innblástur að Hollywoodmynd.