Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Leitaraðgerðum björgunarsveita lokið

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Björgunarsveitir hafa lokið leit á gönguleiðinni að gosstöðvunum. Aðgerðum björgunarsveitarinnar lauk á tíunda tímanum og var nokkrum ferðalöngum hjálpað niður að bílastæðinu við Suðurstarandarveg. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarsveitir myndu leita af sér grun til að tryggja að enginn yrði eftir á svæðinu þar sem aðstæður voru orðnar mjög slæmar.

Svæðinu var lokað vegna veðurs snemma í gærmorgun og hefur verið lokað síðan þó að margir ferðamenn hafi virt lokanirnar að vettugi. Björgunarsveitir þurftu því að leita hópa í vandræðum á gönguleiðinni seinnipartinn í dag og héldu svo leit áfram til að tryggja að enginn yrði eftir.