
Í auglýsingunni sagði að sérstök útgáfa af Snickers yrði til sölu til skamms tíma í nokkrum löndum, þar á meðal Taívan. Baðst fyrirtækið afsökunar á þessu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo og breytti auglýsingunni.
Taívan nýtur sjálfsstjórnar þótt fæst ríki heims viðurkenni sjálfstæði eyríkisins. Kínversk stjórnvöld á meginlandinu gera tilkall til Taívans.
Þangað flúði stjórn gamla Lýðveldisins Kína eftir að kommúnistar unnu borgarastyrjöld á síðustu öld. Kínverjar hafa gagnrýnt af hörku hvern þann sem kallar Taívan sjálfstætt ríki eða gefur slíkt í skyn.
Stærðarinnar heræfing Kínverja hófst umhverfis Taívan í vikunni eftir að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, heimsótti eyjuna og fundaði með forseta hennar. Kínverjar sögðu heimsóknina svívirðilega.