Perla er því samtals á parinu þegar tveimur hringjum er lokið af fjórum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, einnig úr GR saxaði þó á forskot Perlu í dag. Ólafía lék hring dagsins kvenna best eða á einu höggi undir pari. Hún er nú í 2. sæti á þremur höggum yfir pari, þremur höggum á eftir Perlu Sól.
Berglind Björnsdóttir, GR er svo í 3. sæti á samtals sex yfir pari, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK í 4. sæti á sjö yfir pari og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR er í 5. sæti á átta höggum yfir pari. Stöðuna má skoða betur hér.
RÚV sýnir beint frá keppni á þriðja hring á morgun frá klukkan 15:00 og svo frá keppni á lokahringnum á sunnudag frá 14:30.