Leikur að eldi á Taívan

05.08.2022 - 15:36
epa10103889 A handout photo made available by the Taiwan Ministry of Foreign Affairs shows the Boeing C-40C flight SPAR19 carrying the delegation headed by US House Speaker Nancy Pelosi taxing on the runway at the Songshan airport in Taipei, Taiwan, 03 August 2022. Pelosi leaves for South Korea after ending her visit to Taiwan which evoked strong warnings of military action from China against the visit.  EPA-EFE/TAIWAN MIN. OF FOREIGN AFFAIRS / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - TAIWAN MIN. OF FOREIGN AFFAIRS
Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti Taívan. Stutt heimsókn en afleiðingarnar miklar. Kínverjar eru sárreiðir og búnir að vígbúast og slá upp heræfingu rétt undan ströndum Taívan. Íbúar þar óttast að nú sé komið að því sem hefur vofað yfir í áratugi, að eyjan verði innlimuð í Kína. Sterkasta vopnið í vopnabúri Taívan er vináttan við Bandaríkin, en munu þau koma til varnar ef allt fer illa?

Staðan er marglaga og margþætt, leikirnir flóknir og staða mála í Úkraínu blandast inn í allt saman. Fjallað var um málið í fréttaskýringaþættinum Þetta helst og hlusta má á hann í spilaranum hér að ofan. 

thorhildurg's picture
Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir
dagskrárritstjórn