Í ljósi sögunnar á Rás 1 fjallaði um viðburðaríkt lífshlaup Claude Cahun og unnustu háns, Marcel Moore. Heyra má þáttinn í spilaranum hér að ofan.
Cahun og Moore eru í dag þekktust fyrir, auk vinnu sinnar á stríðsárunum, ljósmyndir af Cahun í ýmsum gervum, sem ögruðu viðteknum hugmyndum um kyn og kyngervi á millistríðsárunum, og eru raunar enn hinsegin listafólki og fræðimönnum innblástur.