Kvöldfréttir: Kínverjar slíta samstarfi við Bandaríkin

05.08.2022 - 18:34
Kínverjar slitu í morgun samstarfi við Bandaríkin í loftslagsmálum vegna heimsóknar bandarískra þingmanna til Taívan. Sameinuðu þjóðirnar segja ómögulegt að leysa stærstu vandamál heimsins án samstarfs þessara þjóða.

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sextán ungum stúlkum. Móðir einnar þeirra gagnrýnir að hann hafi ekki verið tekinn úr umferð fyrr, þá hefðu þolendurnir orðið færri.

Engin merki eru enn um að nýjar gossprungur séu að myndast í Meradölum samkvæmt mati vísindamanna sem voru á staðnum í dag. Búist er við miklum fjölda göngufólks hjá gosstöðvunum í kvöld. 

Mikill munur er á tekjum eftir kynhneigð á Íslandi. Þrátt fyrir meiri menntun eru hommar með þriðjungi lægri tekjur en gagnkynhneigðir karlmenn.  

Það er mikið um að vera í skátamiðstöðinni á Hömrum við Akureyri þar sem á annað hundrað dróttskáta eru á landsmóti. Þar er verkefnið meðal annars að endurreisa heilt samfélag eftir heimsfaraldur og eldgos.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV