Hjóla frá nyrsta odda Íslands til þess syðsta

Mynd með færslu
 Mynd: Facebook hópur Norður og niðu

Hjóla frá nyrsta odda Íslands til þess syðsta

05.08.2022 - 09:05
Hjólahópurinn Norður og niður er þríeyki sem hjólar nú frá nyrsta odda landsins til þess syðsta. Veðrið undanfarna daga hefur leikið hópinn grátt en bjartsýni ríkir innan hópsins fyrir næstu dögum.

„Fitubrennsluferð fyrir tvo miðaldra karla og eina aðeins yngri konu“

Óskar Þór Guðmundsson er einn hjólreiðamannanna en árið tvöþúsund og nítján hjólaði hann einn síns liðs þvert yfir Ísland, frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur þar sem hann tók svo þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Allt þetta gerði hann til styrktar Samhjálp. Tilgangur þessarar hjólaferðar er þó svolítið annar. „Þetta er nú eiginlega bara svona fitubrennsluferð fyrir miðaldra karla og eina aðeins yngri konu. Við erum búin að reyna alla kúra sem eru til þannig að þetta er næsta tilraun,“ segir Óskar og hlær.

Andinn góður þrátt fyrir erfiðar aðstæður

Hann segir að þó mikið hafi rignt á þau síðustu daga og þeim ekki gefist færi á að þorna, þá sé vindátt búin að vera nokkuð hagstæð. „Andinn er góður, gærdagurinn var erfiður þannig að það svona dofnaði aðeins yfir sumum en andinn er góður núna, það er búið að ganga vel í dag og fáum betra veður á morgun þannig að við erum bara kát og hress,“ segir hann.
 

Mynd með færslu
 Mynd: Facebook hópur Norður og niðu
Hjólað í vonskuveðri í grennd við Ásbyrgi

Ætla að hjóla 580 kílómetra leiðina á tíu dögum

Markmið hópsins er að hjóla um 60-70 kílómetra á dag og áætla þá að það taki í kring um tíu daga að hjóla leiðina sem er um 580 kílómetrar. Nú eru þrír hjóladagar afstaðnir og hjólreiðafólkið spennt fyrir áframhaldandi hjólreiðum í minni rigningu.

 

Tengdar fréttir

Innlent

Einfættur ofurhjólari ætlar hringinn í kringum Ísland

Vesturland

Hjólar Vestfjarðahringinn 68 ára í minningu tengdasonar

Dalvíkurbyggð

Hjólavinir hjóla með eldri borgara á Dalvík