Gosbjarmi lýsti upp næturhimininn

05.08.2022 - 10:17
Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RUV
Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í gærkvöld og voru margir fram á nótt. Gosið var mjög tilkomumikið í ljósaskiptunum eins og Grímur Jón Sigurðsson myndatökumaður komst að í gærkvöld og nótt. Heldur hefur dregið úr hraunrennslinu frá því gosið hófst. Meðalrennsli var fyrstu klukkutímana um 30-35 rúmmetrar á sekúndu en er nú um 18 rúmmetrar á sekúndu.