
Fólk þarf að passa sig á gasi við eldgosið
Hættulegt ef er mikið gas
Sumar gastegundir valda óþægindum í augum og lungum. Til dæmis brennisteins-díoxíð. Það kemur mikið af því upp úr gígnum. Ef það er mikið af brennisteins-díoxíði í loftinu getur það verið hættulegt.
Ekki stoppa þar sem landið liggur lágt
Aðrar gastegundir sem koma í eldgosinu geta safnast saman þar sem landið liggur lágt, í dældir. Til dæmis kolmón-oxíð. Þá verður lágt súrefnis-gildi í loftinu þar. Það þýðir að það er ekki mikið súrefni í loftinu.
Það er mjög hættulegt ef maður fær ekki nóg súrefni úr loftinu. Þess vegna á maður ekki að stoppa eða hvíla sig í dældum við eldgosið.
Börn og fóstur eru sérstaklega viðkvæm
Þetta getur verið sérstaklega vont fyrir börn. Börn eru viðkvæmari fyrir þessum gastegundum heldur en fullorðið fólk. Þess vegna ættu börn ekki að vera við eldgosið í Meradölum.
Það getur líka verið vont fyrir óléttar konur að vera nálægt eldgosinu. Fóstur eru nefnilega mjög viðkvæm fyrir því ef það vantar súrefni í loftið. Fólk sem er með astma eða aðra sjúkdóma í lungum þarf líka að passa sig sérstaklega.