Stærsta heræfing í sögu Kína hafin við Taívan

04.08.2022 - 05:16
epaselect epa07884473 Chinese troops march past Tiananmen Square during a military parade marking the 70th anniversary of the founding of the People's Republic of China, in Beijing, China, 01 October 2019. China commemorates the 70th anniversary of the founding of the People's Republic of China on 01 October 2019 with a grand military parade and mass pageant.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stærsta heræfing í sögu kínverska hersins hófst í nótt. Æfingin fer fram umhverfis alla eyjuna Taívan og setur því eyjuna í herkví, að sögn taívanskra stjórnvalda.

Kínversk stjórnvöld brugðust ósátt við heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í gær. Kína gerir tilkall til eyjunnar, en þangað flúði ríkisstjórn gamla Lýðveldisins Kína eftir að kommúnistar unnu sigur í borgarastyrjöld á síðustu öld.

Pelosi fór frá Taívan í nótt. Hún var æðsti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja eyjuna í aldarfjórðung. Á fundi með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, hét hún áframhaldandi vinskap og stuðningi.

Í fréttum kínverska ríkismiðilsins CCTV kom fram að æfingin fari fram á sex stöðum undan ströndum Taívans. Alvöru skotfæri eru nýtt við æfingarnar, fjöldi herskipa og flugvéla. Æfingasvæðin eru sum afar nálægt Taívan, eða í um tuttugu kílómetra fjarlægð.

Taívanska varnarmálaráðuneytið sagðist í yfirlýsingu vakta heræfinguna grannt. Eyríkið sé tilbúið til átaka en mun ekki stofna til þeirra sjálft. Viðbúnaðarstig var hækkað vegna æfinganna.

G7-ríkin fordæmdu heræfinguna af hörku í yfirlýsingu. Sögðu enga réttlætingu fyrir svo óvægni aðgerð á Taívanssundi.

Þórgnýr Einar Albertsson