Hraunið breiðir úr sér

Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Mikið hefur bæst í hraunbreiðuna í Meradölum frá í gærkvöldi. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir fréttamaður RÚV á vettvangi, segir að hraun sé byrjað að flæða niður dalbotninn til norðurs. Mestur er krafturinn fyrir miðri sprungu og hraunleðjan skvettist til og frá.

Eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði, sem Guðmundur Bergkvist myndatökumaður RÚV tók síðdegis hafa þónokkrir lagt leið sína upp að gosstöðvunum.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV