Upplýsingafundur almannavarna klukkan 17:30

03.08.2022 - 15:54
Mynd með færslu
 Mynd: Ljósmynd/Almannavarnir
Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna í höfuðstöðvum þeirra í Skógarhlíð klukkan 17:30 vegna eldgossins sem hófst fyrr í dag í Meradölum á Reykjanesskaga.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og á vefnum og útvarpað frá honum á Rás 2.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, stýrir fundinum þar sem farið verður yfir atburðarás dagsins og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til. Á fundinum verða einnig fulltrúi Veðurstofunnar og fleiri.