Umfjöllun fréttastofu RÚV um eldgosið í sjónvarpsfréttatíma kvöldsins má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
„Við höfum áhyggjur af öllum þessum mannfjölda og vonum að fólk beiti nú skynseminni og sé vel útbúið og vant göngu, þetta er ekki fyrir fólk sem er ekki vant því að fara í fjallgöngur,“ segir Víðir. Svæðinu í kringum gosstöðvarnar var lokað nokkruð sinnum í fyrravetur þegar gasmengun var mikil og vindaspáin var óhagstæð. Víðir segist hafa skilning á því en fólk þurfi að fara varlega. „Björgunarsveitarmenn hafa verið þarna á svæðinu og reynt að ræða við fólk og benda þeim á sem ekki eru vel búnir að reyna að fara varlega en fólk vill fara og sjá þetta og maður hefur ákveðinn skilning á því en þetta er bara raunverulega erfið ganga núna.“