Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Segir sprunguna lengri en í síðasta gosi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að sprungan sem opnaðist á Reykjanesskaga í dag líkist þeirri sem opnaðist á síðasta ári. Sprungan er á svipuðum stað en síðast, en nokkuð norðar.

Sprungan er einnig lengri heldur en síðast. Í sprungunni eru nokkur lítil gosop.

Í samtali við fréttastofu segir Magnús að gosið fari rólega af stað. Þetta sé flæðigos, í takt við það sem mátti búast við, en ekki sprengigos. 

Hann er á leiðinni í könnunarflug á svæðinu og getur veitt frekari upplýsingar að því loknu.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV