OPEC+ ríki auka framleiðslu örlítið

03.08.2022 - 18:32
epa09991726 A picture taken with a tilt-shift lens shows the Organization of Petroleum Exporting Countries (OPEC) headquarters in Vienna, Austria, 02 June 2022. The 29th OPEC and non-OPEC Ministerial Meeting takes place via video conference on 02 June.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA
 Mynd: EPA
Helstu olíuframleiðsluríki heims, OPEC+ ríkin, hafa sammælst um að auka olíuframleiðslu sína um sem nemur 100 þúsund tunnum á dag.

Aukningin þykir smávægileg, eða sem nemur rétt um einu prósenti af heildarframleiðslu ríkjanna og eru vonbrigði fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og fleiri vestræna leiðtoga.

Hann hafði reynt að beita sér fyrir því að ríkin ykju framleiðsluna enn meir í von um að lækka olíuverð sem er í hæstu hæðum. Í síðasta mánuði flaug Biden til Sádi-Arabíu til að bera upp þessa ósk sína við Mohammed bin Salman krónprins.

Sjá meira: Olíufursti aftur í náðinni

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í fyrstu lítillega eftir að tíðindin bárust áður, en lækkaði síðdegis um tvö prósent og er nú rétt undir 100 dölum á tunnu Brent-olíu.

„Minnsta framleiðsluaukning í sögu OPEC+ mun gera lítið til að slá á yfirstandandi orkukreppu,“ segir Edward Moya, greinandi hjá OANDA-greiningarfyrirtækinu í samtali við AFP. Hann á von á að olíuverð haldist stöðugt í kringum 100 dali.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV