Myndasyrpa frá gosstöðvunum

03.08.2022 - 21:05
Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd / RÚV
Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesskaga um klukkan hálftvö í dag. Fréttamenn og tökumenn RÚV voru fljótir á vettvang og hafa verið á svæðinu í allan dag að ræða við viðbragðsaðila og fanga gosið á mynd.

Þá hefur fréttastofu borist efni víðs vegar að, meðal annars frá flugmönnum sem flugu yfir svæðið síðdegis. 

Fyrstu augnablik gossins sáust illa á vefmyndavél RÚV, sem hafði verið komið fyrir á Langhóli í gær. Myndavélin var færð síðdegis eftir að gosið hófst og nær nú að fanga sjónarspilið vel. Fylgjast má með myndavélinni hér á vefnum eða á RÚV 2 í sjónvarpi.

Mynd með færslu
 Mynd: Jón Águst Erlingsson
Þessa mynd sendi ljósmyndarinn Jón Ágúst fréttastofu fyrr í dag.
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Páll Arnarson og Ernir Snær - RÚV
Loftmynd sem Páll Arnarson og Ernir Snær tóku á flugi yfir gosstöðvunum síðdegis sýnir umfang sprungunnar. Hún er um 300 metra löng og er hraunflæði nokkuð jafndreift. Myndin er ein allra fyrsta loftmyndin af gosinu.
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fyrstu myndir úr vefmyndavél RÚV voru ekki upp á marga fiska.
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Björgunarsveitir voru fljótar á vettvang.
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV