Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga

03.08.2022 - 13:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir.

Nokkur hundruð metra gígur hefur myndast í dalverpi í Merardölum og rennur í dalinn.

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu, en Veðurstofan varð fyrst var við hraunið um klukkan 13:30.

Náttúruvársérfræðingar eru nú að kanna aðstæður í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Fréttin verður uppfærð.

 

Mynd: RÚV / RÚV
rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV