Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skjálfti fimm að stærð við Kleifarvatn

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Pétur Jónsson - RÚV
Jarðskjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir klukkan hálfþrjú í nótt. Strax í kjölfarið fylgdi annar 4,7 að stærð en báðir eiga upptök sín norðnorðaustur af Kleifarvatni. Skjálftinn fannst mjög víða líkt og aðrir stórir og snarpir skjálftar í gærkvöld og nótt.

Tilkynningar hafa borist fréttastofu af Suðurnesjum, úr Hafnarfirði, miðborg Reykjavíkur, frá Laugarvatni og víðar að. 

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafa fundist á Grundarfirði, Akranesi, Borgarfirði, Reykjanesbæ, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Svo virðist sem rafmagni hafi slegið út í álverinu í Straumsvík. Enn hafa ekki nánari fréttir borist af stöðu mála þar á bæ.

Upp úr klukkan ellefu í kvöld jókst skjálftavirkni á Reykjanesskaga verulega. Fólk hefur haft samband við fréttastofu og lýst hrinunni sem þeirri verstu sem það hafi upplifað.

Heyra mátti að mörgum var brugðið enda skjálftarnir harðir og snarpir. Munir hafa fallið úr hillum og myndir niður af veggjum en ekki hafa borist tilkynningar um alvarlegt tjón. Óhætt er að brýna fyrir fólki að hafa ekki þunga hluti í hillum sem valdið geta tjóni. 

Fréttin var uppfærð klukkan 3:03 með staðfestri stærð.

Áhrifakort jarðskjálfta af stærðinni 5 sem varð kl. 02:27 2. ágúst 2022.
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Áhrifakort jarðskjálftans sem vrð klukkan 2.27
markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV