Birgir Hansen - BH

Mynd: Birgir Hansen / Birgir Hansen

Birgir Hansen - BH

02.08.2022 - 16:35

Höfundar

Birgir Hansen er tónlistarmaður og söngvaskáld frá Reykjavík sem hefur sent frá sér plötuna BH. Hún er önnur plata Birgis, en árið 2020 kom platan Útitekin. Platan hefur verið í vinnslu í tæp tvö ár og kom út um miðjan júlí á öllum helstu streymisveitum.

Hljóðheimur BH er bæði kraftmeiri og rokkaðari en á fyrstu plötu Birgis Hansen þrátt fyrir aukna notkun hljóðgervla. Þó tónlistin sé undir nafni Birgis eru honum til halds og trausts þrír aðrir hljómsveitarmeðlimir þannig að hópurinn daðrar við að Birgir Hansen sé fjögurra manna band. Verkaskiptingin meðal þeirra fjögurra er þannig að Birgir Hansen semur lögin ásamt að spila á gítar og hljóðgervla, Sölvi Steinn Jónsson leikur á trommur, Gunnar Benediktsson á rafgítar og Snævar Örn Jónsson á bassa.

Í vorlok kom út fyrsta lagið af BH sem var slagarinn Poki sem hefur fengið töluverða spilun í útvarpi og er kannski lýsandi fyrir það orkumikla indí-rokki með áhrifum frá sækadelíu og tíunda áratugnum sem sveitin segist spila.

Plata vikunnar að þessu sinni á Rás 2 er plata Birgis Hansen - BH sem er aðgengileg í spilara auk þess sem að heyrast reglulega í útsendingu rásarinnar.