Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Móðir og tvö börn laus úr sautján ára langri prísund

Mynd með færslu
 Mynd: Rio de Janeiro Military Police/A
Lögreglan í brasilísku borginni Rio de Janeiro bjargaði nýverið konu og tveimur fullvaxta börnum hennar úr prísund. Eiginmaður konunnar og faðir barnanna er talinn hafa haldið þeim föngnum á heimili þeirra um sautján ára skeið.

Maðurinn hefur verið handtekinn en brasilísk yfirvöld greindu frá þessu í gær. Öll þrjú voru óhrein, vannærð og uppþornuð þar sem lögregla fann þau í fátækrahverfi í útjaðri Rio de Janeiro.

Lögregla segir að börnin, sem eru 19 og 22 ára, hafi verið bundin þegar að var komið.

Nafnlaus ábending barst lögreglu um aðbúnað fólksins en móðirin greindi frá því að oft hefðu hún og börnin verið matarlaus nokkra daga í einu. Eins segir hún að maðurinn hafi beitt þau öll andlegu og líkamlegu ofbeldi. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV