Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Jarðskjálfti í sunnanverðum Mýrdalsjökli

29.07.2022 - 23:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðskjálfti varð í sunnanverðum Mýrdalsjökli klukkan 22:58 af stærðinni 4,1. Þetta kom fram í tilkynningu náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að oft sé nokkur skjálftavirkni í Mýrdalsjökli síðsumars og fram á haust.

Skjálftinn núna varð að sögn Salóme Jórunnar á vatnasvæði Múlakvíslar en hún vill alls ekki fullyrða að jökulhlaup sé í uppsiglingu - að svo stöddu. 

Fréttin var uppfærð klukkan 00:12 með endanlegri stærð skjálftans og samtali við náttúruvársérfræðing. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV