Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Nýtt smit í gær og bólusetningar hafnar

28.07.2022 - 15:19
FILE - This 2003 electron microscope image made available by the Centers for Disease Control and Prevention shows mature, oval-shaped monkeypox virions, left, and spherical immature virions, right, obtained from a sample of human skin associated with the 2003 prairie dog outbreak. The Biden administration has started shipping testing kits for monkeypox to commercial laboratories, in a bid to speed diagnostic tests for suspected infections for the virus that has already infected at least 142 people in the U.S.(Cynthia S. Goldsmith, Russell Regner/CDC via AP, file)
 Mynd: AP
Bólusetningar gegn apabólu eru hafnar hér á landi. Nýtt smit apabólu greindist í gær og viðkomandi var nýlega erlendis. Þetta kom fyrst fram á mbl.is.

Útbreiðslan hér á landi hefur aðallega verið meðal karlmanna, sem stunda samneyti við aðra karlmenn, óháð kynhneigð. Þetta segir Guðrún Aspelund, verðandi sóttvarnalæknir, við fréttastofu.

Alls hafa tíu smit greinst hér á landi frá því að apabólufaraldur hófst fyrr á þessu ári og dreifðist milli landa og heimsálfa. Fjörutíu skammtar hafa þegar borist hingað til lands frá Danmörku og hefur bólusetning getað hafist með þeim. Von er á 1.400 skömmtum hingað til lands til viðbótar og koma þeir til Íslands fyrir tilstilli Evrópusamstarfs. Heilbrigðisstarfsfólk sem starfar náið með sjúklingum hefur fengið bólusetningu og fólk í áhættuhópum sömuleiðis.

Apabóla ekki kynsjúkdómur en næstum því þó

Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum eru taldir í áhættuhópi. Guðrún segir þó að apabólan sé ekki kynsjúkdómur, heldur smitist veiran milli fólks við náið samneyti sem þarf ekki að vera kynferðislegt.

„Eins og er þá hefur útbreiðslan aðallega verið hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum,” segir Guðrún og bætir við að það sé algjörlega óháð kynhneigð, allir geti smitast af apabólu eins og dæmi í öðrum löndum sýni. Þar hafa konur og börn smitast sömuleiðis og þá inni á heimilum þar sem samgangur er mikill. 

„Smit myndast við náið samneyti, ekki eingöngu kynferðislegt, en kynlíf og kynmök innifela náið samneyti. Þetta er semsagt ekki kynsjúkdómur í hefðbundnum skilningi. Það þarf bara mjög náið samneyti í einhvern tíma og það náttúrulega gerist við vissar aðstæður.”