Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Dramadrottningin í Dyngjufjöllum rumskar

28.07.2022 - 13:21
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. 60 ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150 ár eru frá því að hún var með svakaleg læti. Land hefur risið um 35 sentímetra við Öskju á síðasta ári, sem er alveg slatti, og vísindamenn segja að þessi þróun bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir henni. Þetta helst kíkti ofan í Öskju.

Veðurstofa Íslands segir rishraðann undir Öskju vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. Ef það gýs er búist við að aðdragandinn verði skýr með aukinni skjálftavirkni. Fyrirvarinn gæti verið stuttur, jafnvel aðeins nokkrar klukkustundir. Í Þetta helst heyrum við meðal annars í Sigurði Þórarinssyni, Eiði Guðnasyni, Freysteini Sigmundssyni, Magnúsi Tuma Guðmundssyni og Víði Reynissyni.