Eurovision haldið í Bretlandi á næsta ári

epa09941280 Ukraine's Kalush Orchestra at the Eurovillage in the Parco del Valentino during activities of the Eurovision Song Contest 2022 in Turin, Italy, 11 May 2022. The international song contest has two semi-finals, held at the PalaOlimpico indoor stadium on 10 and 12 May, and a grand final on 14 May 2022.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
 Mynd: EPA

Eurovision haldið í Bretlandi á næsta ári

25.07.2022 - 11:11

Höfundar

Eurovision verður haldið í Bretlandi á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef söngvakeppninnar eftir að EBU og BBC náði samkomulagi um að Bretar haldi keppnina fyrir hönd Úkraínumanna.

Framlag Úkraínumanna, lagið Stefania með Kalush Orchestra, vann keppnina í vor en vegna innrásar rússneska hersins reynist ómögulegt að halda Eurovision næsta árs þar í landi. Bretinn Sam Ryder varð í öðru sæti með lagið Spaceman.

Þrátt fyrir að keppnin verði ekki haldin í Úkraínu mun úkraínska framlagið eiga öruggt sæti á úrslitakvöldinu, eins og hefð er fyrir að sigurþjóð fyrra árs geri. Þá munu fulltrúar úkraínska ríkissjónvarpsins vinna með BBC að því að tryggja að úkraínskur blær verði yfir keppninni þrátt fyrir að ekki sé hægt að halda hana þar í landi.

Ekki liggur enn fyrir í hvaða bresku borg Eurovision verður haldið á næsta ári en valferlið á að hefjast í þessari viku.

Mykola Chernotytsky, stjórnarformaður úkraínska ríkissjónvarpsins, sagðist þakklátur í tilkynningunni. „Eurovision 2023 verður ekki í Úkraínu heldur til stuðnings Úkraínu. Við erum þakklát vinum okkar hjá BBC fyrir að sýna okkur samkennd og ég er fullviss um að við getum tryggt að úkraínskur blær verði yfir keppninni.“

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagði eftir keppnina í vor að hann vilji halda Eurovision í hafnarborginni Mariupol á næsta ári. Rússar höfðu þá setið um borgina og skotið á hana í gríð og erg. 

Tengdar fréttir

Erlent

Eurovision-söngvakeppnin ekki haldin í Úkraínu

Stjórnmál

Kalush seldi verðlaunagripinn til styrktar landvörnum

Stjórnmál

Vill halda Eurovision í Mariupol á næsta ári

Menningarefni

Úkraína sigurvegari Eurovision