Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Barnið sem féll út um glugga er á öðru aldursári

24.07.2022 - 11:17
Innlent · Reykjavík · Slys
Mynd með færslu
 Mynd: Rauði krossinn
Barn var flutt á bráðamóttöku síðdegis í gær eftir að það datt út um glugga á fjölbýlishúsi í Reykjavík og féll um fimmtán metra til jarðar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er barnið á öðru aldursári. Það var í íbúð á fjórðu hæð í austurborginni þar sem gluggi var opinn. Barnið hafi komist í gluggann og dottið út.

Lögregla sagðist ekki vita um líðan þess, gat ekki veitt frekari upplýsingar og sagði málið til rannsóknar.

Í gærkvöldi kom fram í tilkynningu að barnið hafi ekki hlotið alvarleg beinbrot en verið sé að rannsaka hvort það hafi hlotið innvortis meiðsl.

Þórgnýr Einar Albertsson