Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Níu apabólusmit - bóluefni á leiðinni frá Danmörku

20.07.2022 - 17:53
FILE - This 2003 electron microscope image made available by the Centers for Disease Control and Prevention shows mature, oval-shaped monkeypox virions, left, and spherical immature virions, right, obtained from a sample of human skin associated with the 2003 prairie dog outbreak. The Biden administration has started shipping testing kits for monkeypox to commercial laboratories, in a bid to speed diagnostic tests for suspected infections for the virus that has already infected at least 142 people in the U.S.(Cynthia S. Goldsmith, Russell Regner/CDC via AP, file)
 Mynd: AP
Níu manns hafa greinst með apabólu hérlendis. Sóttvarnalæknir hefur brugðið á það ráð að fá bóluefni lánað frá Danmörku því bóluefni hafa enn ekki borist til landsins.  

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir engar vísbendingar um að apabólu faraldurinn sé í rénun, alltaf sé að bæta í. Um fjórtán þúsund manns hafa greinst með apabólu á heimsvísu þar af rúmlega átta þúsund innan Evrópusambandsins og tvö þúsund í Bretlandi. 

„Talan fer vaxandi. Það er ekki neitt að sjá að það sé í rénun. Þannig að það eru bara öll lönd að búa sig undir það að bjóða bólusetningu og jafnvel veirulyf þegar það kemur.“

Erum við ekki ennþá búin að fá bóluefni?

„Við erum að fá bóluefni sem Danir eru að lána okkur, 40 skammta, og Landspítalinn mun sjá um bólusetninguna. Síðan erum við ennþá að bíða eftir fleiri skömmtum frá Evrópusambandinu. Það er ekki ljóst hvenær þeir koma en ég held að það farist nú að styttast mjög í það,“ segir sóttvarnalæknir.