Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Vill grímuskyldu í Evrópu á ný

19.07.2022 - 10:46
epa08326563 WHO European director Hans Kluge gives status on the Danish handling of coronavirus during a press breefing in Eigtved's Pakhus, Copenhagen, Denmark, 27 March 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/IDA GULDBAEK ARENTSEN DENMARK OUT
 Mynd: RITZAU SCANPIX - EPA-EFE
Evrópuríki ættu að grípa til aðgerða gegn nýju omíkron-afbrigði kórónuveirunnar strax í dag til þess að þurfa ekki að setja harðar samkomutakmarkanir seinna. Þetta sagði Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í morgun.

Nærri þrjár milljónir greindust með veiruna í Evrópu í síðustu viku, eða um helmingur allra sem greindust í heiminum. Fjöldi innlagna á sjúkrahús tvöfaldaðist í þessari sömu viku, sagði Kluge.

Að mati Kluge er brýnt að fólk fái nýjan örvunarskammt af bóluefni gegn veirunni og beri grímur til þess að fyrirbyggja smit.

Hann talaði fyrir því að Evrópuríki taki upp grímuskyldu á nýjan leik til þess að ekki verði þörf á harðari takmörkunum í haust og vetur.

Þórgnýr Einar Albertsson