Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Verkefnið var ein allsherjar hörmung fyrir íbúa

19.07.2022 - 12:13
Mynd: Kristján Gíslason / Kristján Gíslason
Íbúi í Borgarbyggð hafði betur gegn sveitarfélaginu þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði honum í vil í máli sem snýst um 200 milljóna króna framúrkeyrslu á endurbótum við grunnskólann. Hann verkefnið hafa verið eina allsherjar hörmung fyrir íbúa það að þeir hafi þurft að borga brúsann.

Úrskurðarnefndin úrskurðaði að Borgarbyggð bæri að afhenda honum minnisblað.

„Framkvæmdir við grunnskólann fóru ekki aðeins fram úr áætlun heldur rúmlega 100 prósent fram úr upphaflegu áætluninni,“segir Guðsteinn Einarsson íbúi í Borgarbyggð og fyrrverandi kaupfélagstjóri í byggðarlaginu.

Borgarbyggð neitaði honum um að fá afhent minnisblað verkfræðings sem hafði eftirlit með endurbótum á grunnskólanum i Borgarnesi. Hann átti að kvitta upp á alla reikninga tengda verkinu. Í minnisblaðinu kemur í ljós að svo var ekki því að margir reikningar voru bókaðir án þess að eftirlitsmaðurinn hefði vitneskju um þá og hann gat því ekki samþykkt þá. Og bara sú upphæð nemur tæpum 180 milljónum króna. Eftirlitsmaðurinn segir í niðurstöðu sinni að sumir reikninganna sem greitt var fyrir án samþykkis hafi ekki átt rétt á sér og að því hafi verið ofgreitt fyrir verkið. 

„Það bara staðfestir að það var óstjórn á verkefninu. Verkefnið var eins allsherjar hörmung fyrir bæjarbúa sem að þurfa náttúrulega að borga brúsann.“

Kostnaðurinn við endurbæturnar nam um einum og hálfum milljarði króna en upphaflega var áætlað að hann næmi sjö til 800 milljónum segir Guðsteinn. Hann segir skilaboð kjósenda í kosningunum í vor hafi verið skýr því að þeir sem hafi verið við stjórnvölinn hafi misst meirihlutann og nú er Framsóknarflokkurinn með hreinan meirihluta í Borgarbyggð. 

Myndin með fréttinni er frá 2017 þegar skóflustunga var tekin að viðbyggingunni og 150 verslunarafmæli fagnað.