Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Rauð viðvörun vegna hitabylgju í Bretlandi

15.07.2022 - 10:59
epa08797785 The sun rise behind Tower Bridge on the River Thames on a cold and clear morning in London, Britain, 04 November 2020.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Breska veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun vegna hitabylgju í næstu viku. Talið er að hiti geti farið yfir 40 stig í fyrsta skipti og það geti verið lífshættulegt.

Þetta kemur fram á vef BBC. Hiti er talinn geta náð allt að 40 stigum, í fyrsta skipti í sögu Bretlands.

Búast má við yfir 30 stiga hita um allt England á mánudag. Á þriðjudag verði heitast á Suðaustur-Englandi. 

Hæsti hiti sem mældur hefur verið var í Cambridge 2019 þegar hitinn fór í 38,7 stig. Hitinn á að vera hæstur í Lundúnum og á Mið-Englandi.

Hitabylgjan gæti haft áhrif á samgöngur og ýmsa innviði. Fólk er hvatt til að gera ráðstafanir til að verjast hitanum. Búast má við að hitinn lækki frá og með miðvikudegi í næstu viku. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV