Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Norðurkóreskar eldflaugar á lofti

10.07.2022 - 14:56
epa09946072 A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA) shows Kim Jong Un (C), General Secretary of the Workers' Party of Korea, presiding over a conference of the Political Bureau of the Central Committee of the Workers' Party of Korea (WPK) at the office building of the Party Central Committee in Pyongyang, North Korea, 14 May 2022. The meeting was held to check the operation of the maximum emergency epidemic prevention system and take additional political and practical measures. As of 14 May, the country reported a total of 27 deaths with Covid-19 since April 2022.  EPA-EFE/KCNA   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA
Yfirstjórn suðurkóreska hersins segir skynjara hersins hafa numið flug norðurkóreskra eldflauga fyrr í dag. Þetta kom fram í orðsendingu yfirstjórnarinnar til suðurkóreskra fjölmiðla. 

Herinn segist hafa eflt eftirlit í samstarfi við Bandaríkin en veitti ekki frekari upplýsingar.

Því er ekki ljóst um hversu margar eldflaugar var að ræða en fyrir liggur að boðað var til fundar á þjóðaröryggisskrifstofu forseta vegna eldflaugaskotsins.

Norður-Kóreustjórn hefur skotið fjölda eldflauga á loft á árinu og gert eldflaugatilraunir í meira mæli en undanfarin ár.

Yfirvöld í bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa varað við því að sjöunda kjarnorkutilraun ríkisins gæti verið yfirvofandi.

Þórgnýr Einar Albertsson