Balkönsk hálssöngtækni og íslenskur rímnakveðskapur

Mynd: Sölvi Andrason / RÚV

Balkönsk hálssöngtækni og íslenskur rímnakveðskapur

09.07.2022 - 10:00

Höfundar

Þjóðlagahátíðin er haldin í tuttugasta og annað sinn á Siglufirði um helgina þar sem íslenskum og erlendum þjóðlögum er gert hátt undir höfði.

Mikið líf er í bænum og fjölbreytt dagskrá. Námskeið í balkanskri hálssöngtækni, íslenskur rímnakveðskapur og dansnámskeið frá Dance Africa Iceland eru meðal þess sem boðið er upp á. 

„Ég er mjög hrifin því þau ná þessu strax,“ segir Zvezdana Novakovič kennari í balkanskri hálssöngtækni um nemendur á námskeiði sínu á hátíðinni. 

Sandra Sano Erlingsdóttir og Mamady Sano frá Dance Africa Iceland kenndu gestum að stíga trylltan dans undir trommuslátti Mamady. 

Hægt er að sjá umfjöllunina í heild sinni í spilaranum hér að ofan.