Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Reyndi að ræna apótek með leikfangabyssu

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsent - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í þrjú í dag, vegna tilraunar til vopnaðs ráns í apóteki við Laugaveg í Reykjavík

Ungur maður í annarlegu ástandi

Lögregla komst fljótt á staðinn og handtók þar gerandann. Í dagbók lögreglu var greint frá því að gerandinn hafi verið ungur maður í annarlegu ástandi. Við nánari skoðun á vopninu sem maðurinn notaði til þess að ógna verslunarfólki, kom í ljós að það var leikfangabyssa.

Hann er í haldi lögreglu og verður yfirheyrður í kvöld eða á morgun.

Fréttin var uppfærð kl.16:30.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir