Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Vigdís og Karl Gauti vilja stýra Hveragerði

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fyrrverandi þingmenn, borgarfulltrúar og bæjarstjórar eru meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra í Hveragerði. Alls sóttu 19 um stöðuna. Þeirra á meðal eru Vigdís Hauksdóttir, fv. borgarfulltrúi, Karl Gauti Hjaltason, fv. alþingismaður og hið minnsta fjórir fv. sveitar- eða bæjarstjórar. Sjö af umsækjendunum sóttu einnig um starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
 • Ágúst Örlaugur Magnússon - Vaktstjóri
 • Geir Sveinsson - Sjálfstætt starfandi
 • Glúmur Baldvinsson - Sjálfstætt starfandi
 • Jón Aron Sigmundsson - Sjálfstætt starfandi
 • Karl Gauti Hjaltason - Fyrrv. þingmaður
 • Karl Óttar Pétursson - Lögmaður
 • Kolbrún Hrafnkelsdóttir - Forstjóri
 • Konráð Gylfason - Framkvæmdastjóri
 • Kristinn Óðinsson - CFO
 • Lína Björg Tryggvadóttir - Skrifstofustjóri
 • Magnús Björgvin Jóhannesson - Framkvæmdastjóri
 • Matthildur Ásmundardóttir - Fyrrv. bæjarstjóri
 • Sigurður Erlingsson - Stjórnarformaður
 • Sigurgeir Snorri Gunnarsson - Eftirlaunaþegi
 • Valdimar O. Hermannsson - Fyrrv. sveitarstjóri
 • Vigdís Hauksdóttir - Fyrrv. borgarfulltrúi
 • Þorsteinn Þorsteinsson - Deildarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir - Fyrrv. sveitarstjóri
 • Þröstur Óskarsson - Sérfræðingur

 

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV