Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Unnur ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

05.07.2022 - 16:08
Mynd með færslu
 Mynd: hunathing.is - RÚV
Gengið hefur verið frá ráðningu sveitarstjóra í Húnaþingi vestra næstu fjögur árin. Unnur Valborg Hilmarsdóttir hefur verið ráðin og tekur hún til starfa í september.

Unnur hefur síðustu fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Húnaþingi vestra (SSNV) en þar áður sem oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og B.Ed.-próf frá Kennaraháskóla Íslands auk viðbótardiplómu í rekstri og stjórnun frá EHÍ.

Unnur tekur við starfinu af Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sem gegndi starfinu frá ágúst 2019.