Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hundur lifði af 20 metra fall fram af þverhnípi

05.07.2022 - 22:49
Innlent · Björgunarsveit · Dýr · Dýralæknir · Fall · Hundur · Landsbjörg · Slys
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg - Aðsent
Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í kvöld vegna hunds sem hafði fallið um tuttugu metra fram af kletti. Hundurinn rotaðist við höggið, en rankaði svo við sér nokkru síðar.

Lá hreyfingarlaus í urð

Hundurinn var á ferð með eiganda sínum nærri Gönguskarðsá í Skagafirði, þar sem hundurinn féll niður þverhnípi nærri ánni. Hundurinn lifði fallið af en missti meðvitund og lá hreyfingarlaus í urð í nokkurn tíma. Þangað var illfært fyrir eigandann sem kallaði því eftir aðstoð björgunarsveitarfólks.

Björgunarsveit kom á staðinn ásamt dýralækni og tókst þeim með útsjónasemi að nálgast hundinn. Þá rankaði hann við sér og dýralæknir og eigandi gátu hlúð að honum.

 

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir