Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Getnaðarvörnin hormónasprautan er ófáanleg á landinu

05.07.2022 - 19:35
epa08786698 A doctor administers a dose of flu vaccine to a patient in a medical office in Rome, Italy, 30 October 2020.  EPA-EFE/ETTORE FERRARI
 Mynd: EPA-EFE
Getnaðarvörnin hormónasprautan, eða lyfið Depo-Provera, er ófáanlegt á landinu vegna framleiðsluskorts. Lyfið verður að öllum líkindum ekki til hér á landi fyrr en í fyrsta lagi í lok september.

Vinna í að útvega undanþágulyf

Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Lyfjastofnun lyfið vera ófáanlegt hjá heildsölu vegna vanda við framleiðslu. Lyfjaskortsteymi stofnunarinnar segist vinna að því að útvega undanþágulyf, sem komi í stað hormónasprautunnar.

Lyfið notað til þess að draga úr slæmum tíðaverkjum

Formaður samtaka um Endómetríósu sagði það bagalegt að notendur lyfsins missi úr skammt. Lyfið sé ekki aðeins notað sem getnaðarvörn, heldur einnig til þess að draga úr slæmum tíðaverkjum og koma reglu á tíðahring. 

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir þeim hafi ekki borist kvartanir frá sínum skjólstæðingum vegna lyfjaskortsins. Hún sagði það algengt að lyf væru ófánleg hjá framleiðendum og í þeim tilvikum séu nær alltaf notuð sambærileg lyf í staðinn.
 

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir