Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Bilaður bátur norðan við Drangsnes

05.07.2022 - 15:14
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - Aðsent mynd
Landhelgisgæslan aðstoðaði áhöfn á fiskibáti með bilaða vél, skammt frá landi norðan við Drangsnes á Ströndum í hádeginu.

Bátinn rak að landi en skipverjar náðu að stöðva rekið með því að setja út akkeri. Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar í Húnaflóa og var send á vettvang. Landhelgisgæslan óskaði einnig eftir aðstoð björgunarsveita á Hólmavík og Drangsnesi sem sendu björgunarbáta til aðstoðar.

Fiskibáturinn Benni ST tók vélarvana bátinn í tog en stýrimaður þyrlu Landhelgisgæslunnar kom um borð í Benna til aðstoðar við skipstjóra bátsins sem var einn um borð. Benni ST náði að draga vélarvana bátinn til hafnar á Drangsnesi eftir að hafa skilað stýrimanni þyrlunnar aftur um borð í hana. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV