Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Rússar náðu borginni Lysytsjansk

04.07.2022 - 19:07
epa10020918 Locals walk on a street in Lysychansk, Luhansk area, Ukraine, 18 June 2022, five kilometers north-east of Severodonetsk. The city and its surroundings have turned into a battlefield in the past weeks. Russian troops on 24 February had invaded Ukraine, starting a conflict that provoked death, destruction and a humanitarian crisis ever since.  EPA-EFE/OLEKSANDR RATUSHNIAK
 Mynd: EPA
Borgin Lysytsjansk í Úkraínu er fallin í hendur Rússa. Hún var síðasta vígi Úkraínu-manna í héraðinu Luhansk.

Miklir bardagar hafa staðið um borgina vikum saman. Margir hermenn hafa dáið í bardögunum. Bæði úkraínskir og rússneskir hermenn.

Rússneski herinn var miklu öflugri í baráttunni um Lysytsjansk. Þeir höfðu fleiri hermenn, fleiri fallbyssur og fleiri flugvélar en úkraínski herinn. Úkraínski herinn gaf eftir til að bjarga lífi margra af hermönnum sínum.

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur