Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar.
Meðal umsækjenda voru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og í Árborg, Karl Óttar Pétursson, lögmaður og fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri í Norðurþingi, Matthildur Ásmundardóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Hornafirði, Regína Ásvaldsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi og Þórdís Sif Sigurðardóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Borgarbyggð.
Sveitarstjóri í Dalabyggð meðal umsækjenda
Auk fyrrverandi sveitarstjóri sótti einn um sem er starfandi sveitarstjóri. Sá er Kristján Sturluson, sveitarstjóri í Dalabyggð.
Auk þeirra sótti Gylfi Þór Þorsteinsson um starfið, sem varð orðin landsmönnum kunnur sem forstöðumaður farsóttarhúsa Rauðakrossins í heimsfaraldrinum. Hann starfar nú sem aðgerðarstjóri í mótttöku flóttamanna frá Úkraínu.
Annar umsækjandi var Sigurður Erlingsson, stjórnarformaður, sem var forstjóri Íbúðalána sjóðs árin 2010-2015.
Hér að neðan má svo sjá alla sem sótt um starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar:
- Árni Jónsson – Forstöðumaður
- Gísli Halldór Halldórsson – Fyrrverandi bæjarstjóri, Ísafirði og Árborg
- Glúmur Baldvinsson – Leiðsögumaður
- Gunnar Hinrik Hafsteinsson – Meistaranemi
- Gunnlaugur Sighvatsson – Ráðgjafi
- Gylfi Þór Þorsteinsson – Aðgerðastjóri, Rauði krossinn
- Helga Ingólfsdóttir – Varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði
- Ingólfur Guðmundsson – Forstjóri
- Jón Eggert Guðmundsson – Kerfisstjóri
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir – Verkefnastjóri
- Karl Óttar Pétursson – Lögmaður, fyrrverandi Bæjarstjóri í Fjarðarbyggð
- Kristinn Óðinsson – Fjármálastjóri
- Kristján Sturluson – Sveitarstjóri í Dalabyggð
- Kristján Þór Magnússon – Fyrrverandi sveitarstjóri í Norðurþingi
- Lína Björg Tryggvadóttir – Skrifstofustjóri
- Matthildur Ásmundardóttir – Fyrrv. Sveitarstjóri í sveitarfélaginu Hornafirði
- Ólafur Dan Snorrason – Rekstrar- og starfsmannastjóri
- Óskar Örn Ágústsson – Fjármálastjóri
- Regína Ásvaldsdóttir – Sviðsstjóri, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi
- Sigurður Erlingsson – Stjórnarformaður, fyrrvernadi forstjóri íbúðalánasjóðs
- Sigurður Ragnarsson – Framkvæmdastjóri
- Sigurjón Nói Ríkharðsson – Nemi
- Þorsteinn Þorsteinsson – Deildarstjóri
- Þórdís Sif Sigurðardóttir – Lögfræðingur, fyrrverandi Sveitarstjóri Borgarbyggðar
- Þórdís Sveinsdóttir – Lánastjóri hjá Lánasjóði Sveitarfélaga