Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Fyrrverandi bæjarstjórar keppast um bæjarstjórastól

04.07.2022 - 21:40
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sjö núverandi eða fyrrverandi bæjarstjórar sóttust eftir stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ í ár. Alls sóttu þrjátíu manns um stöðuna en fimm drógu umsóknir sínar til baka. Staða bæjarstjóra var auglýst til umsóknar 18. júní en umsóknarfrestur rann út í lok mánaðarins.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar.

Meðal umsækjenda voru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og í Árborg, Karl Óttar Pétursson, lögmaður og fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri í Norðurþingi, Matthildur Ásmundardóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Hornafirði, Regína Ásvaldsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi og Þórdís Sif Sigurðardóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Borgarbyggð.

Sveitarstjóri í Dalabyggð meðal umsækjenda

Auk fyrrverandi sveitarstjóri sótti einn um sem er starfandi sveitarstjóri. Sá er Kristján Sturluson, sveitarstjóri í Dalabyggð.

Auk þeirra sótti Gylfi Þór Þorsteinsson um starfið, sem varð orðin landsmönnum kunnur sem forstöðumaður farsóttarhúsa Rauðakrossins í heimsfaraldrinum. Hann starfar nú sem aðgerðarstjóri í mótttöku flóttamanna frá Úkraínu.

Annar umsækjandi var Sigurður Erlingsson, stjórnarformaður, sem var forstjóri Íbúðalána sjóðs árin 2010-2015.

Hér að neðan má svo sjá alla sem sótt um starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar:

- Árni Jóns­son – For­stöðu­mað­ur
- Gísli Hall­dór Hall­dórs­son – Fyrrverandi bæj­ar­stjóri, Ísafirði og Árborg
- Glúm­ur Bald­vins­son – Leið­sögu­mað­ur
- Gunn­ar Hinrik Haf­steins­son – Meist­ara­nemi
- Gunn­laug­ur Sig­hvats­son – Ráð­gjafi
- Gylfi Þór Þor­steins­son – Að­gerða­stjóri, Rauði krossinn
- Helga Ing­ólfs­dótt­ir – Varabæj­ar­full­trúi í Hafnarfirði
- Ingólf­ur Guð­munds­son – For­stjóri
- Jón Eggert Guð­munds­son – Kerf­is­stjóri
- Jóna Guð­rún Krist­ins­dótt­ir – Verk­efna­stjóri
- Karl Ótt­ar Pét­urs­son – Lög­mað­ur, fyrrverandi Bæjarstjóri í Fjarðarbyggð
- Krist­inn Óð­ins­son – Fjár­mála­stjóri
- Kristján Sturlu­son – Sveitarstjóri í Dalabyggð
- Kristján Þór Magnús­son – Fyrrverandi sveit­ar­stjóri í Norðurþingi
- Lína Björg Tryggva­dótt­ir – Skrif­stofu­stjóri
- Matt­hild­ur Ásmund­ar­dótt­ir – Fyrrv. Sveit­ar­stjóri í sveitarfélaginu Hornafirði
- Ólaf­ur Dan Snorra­son – Rekstr­ar- og starfs­manna­stjóri
- Ósk­ar Örn Ág­ústs­son – Fjár­mála­stjóri
- Regína Ás­valds­dótt­ir – Sviðs­stjóri, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi
- Sig­urð­ur Erl­ings­son – Stjórn­ar­formað­ur, fyrrvernadi forstjóri íbúðalánasjóðs
- Sig­urð­ur Ragn­ars­son – Fram­kvæmda­stjóri
- Sig­ur­jón Nói Rík­harðs­son – Nemi
- Þor­steinn Þor­steins­son – Deild­ar­stjóri
- Þór­dís Sif Sig­urð­ar­dótt­ir – Lög­fræð­ing­ur, fyrrverandi Sveitarstjóri Borgarbyggðar
- Þór­dís Sveins­dótt­ir – Lána­stjóri hjá Lánasjóði Sveitarfélaga

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir