Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Flugmenn SAS leggja niður störf

04.07.2022 - 11:21
epa02868496 An SAS Airbus 330 with a mouse on board parked at a gate at Arlanda airport in Sweden, 16 August 2011. The SAS flight bound for Chicago has been cancelled Tuesday after a mouse has been spotted on board the aircraft. According to the SAS press office mouse traps has now been placed onboard the aircraft. Until the mouse has been found the aircraft will remain on the ground for safety reasons.  EPA/JOHAN NILSSON SWEDEN OUT
 Mynd: EPA - Scanpix Sweden
Um níu hundruð danskir, sænskir og norskir flugmenn hjá flugfélaginu SAS leggja niður störf í dag eftir að samningaviðræður þeirra við flugfélagið fóru út um þúfur.

Allt að 250 flugferðum SAS verður aflýst á meðan verkfallinu stendur, en að sögn sænsku fréttastofunnar má ætla að allt 45 þúsund farþegar ferðist með flugfélaginu á hverjum degi.

Forstjóri SAS, Anko van der Werff, segir að þetta sé sjötta verkfallið á tólf árum hjá flugmönnum félagsins.

Deilur SAS og flugmanna félagsins snúast um að flugmönnum mislíkar að félagið ráði inn nýja flugmenn á lægri launum til dótturfélaga fyrirtækisins.

Verkfallið nær aðeins til ferða hins svokallaða „gamla SAS“ eða SAS Scandinavia. Það nær ekki til dótturfélaga fyrirtækisins, þeirra á meðal SAS Link og SAS Connect.